Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Bananakryddbrauð í Opa Tvöföldu pönnunni

Ákvað að breyta aðeins kryddbrauðs uppskrift  heimilsins og bæta bönunum víð þar sem þeir voru orðnir vel þroskaðir og ekki spennandi að borða þá.  Þetta tókst glimrandi vel og var bakað í Opa tvöfaldri pottjárnspönnu. Þetta er mjög einföld og fljótleg uppskrift að vinna.  Öllum hráefnum er blandað sama og bananarnr stappaðir og bætt úti í restina.  Þegar búið er að hræra öllu saman þá geymi ég blönduna í skálinni í góða 1 klst áður en hún er bökuð og er það til þess að leyfa matarsódanum að vinna og þá verður brauðið léttara í sér.

Í þessu Bananakryddbrauð er

6 dl hveiti

6 dl tröllahafrar

4 dl Örnu léttmjólk (lactósafrí)

2 dl Örnu AB mjólk (lactósafrí)

2 tsk  engifer duft

2 tsk negull

1 tsk allrahanda krydd

4 tsk matarsódi

1 tsk salt

2.5 dl púðursykur

3 st velþroskaðir bananar

Bakað við 200° í 60 mín og lokið haft á pönnunni allann tíman.

Ég smurði pönnuna létt með matarolíu og notaði svo pönnuspaða til að losa brauði aðeins frá hilðunum og svo datt það úr pönnunni þegar ég hvolfdi henni á tréskurðarbretti.

 

 

 

 

 

Leit