Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Finnskar Byggpönnukökur

Finnskar Byggpönnukökur

Góða pönnukökur eru stolt hvers pönnukökumeistara og hefur hver og einn sína aðferð. Eru þær nógu þunnar? Léttmjólk, Nýmjólk eða jurtamjólk? Vanilludropar eða Kardamommu? Eða kannski sítrónudropar? Áttu leynivopn? Langar þig kannski í nýja áskorun?

Hér fyrir neðan er uppskrift að finnskum pönnukökum með byggmjöli sem eru fyrirtaks eftirréttur eftir ljúffenga Muurikkamáltið. Taktu endilega myndir og sendu okkur á muurikka@muurikka.is

Hráefni

3 dl byggmjöl
1,5 dl hveiti
2 egg
1 lítri mjólk
Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð

Gott er að hræra degið ca. 2 klst. fyrir notkun. Bæta má sykri út í deigið eftir smekk en ég nota ca. 2 msk. fyrir hlutföllin hér að ofan. Þessi uppskrift dugar vel fyrir 20.

Nauðsynlegt er að þrífa pönnuna vel áður en pönnukökurnar eru bakaðar og ekki hafa hana of heita. Best er að hafa brennarana á minnstu hitastillingu og bera örlítið smjör á pönnuna fyrir hverja pönnuköku.

Áður en deiginu er skenkt á pönnuna þarf að hræra upp í því með ausunni, til að fá byggið með. Því eru hellt því svo á pönnuna í hring rétt utan við miðju hennar og þegar pönnukakan fer að taka sig er ágætt að dreifa úr deiginu ofan af miðju kökunnar með ausunni, svo kakan verði ekki of þykk.

Herlegheitanna má svo njóta með ferskum berjum og rjóma, ristuðum eplum og kanilsykri, ís og súkkulaðisósu - eða öllu ofantöldu.

Leit