Sendum frítt á næsta pósthús eða póstbox fram að jólum!

Heitreyktur sjóbirtingur

Heitreyktur sjóbirtingur(  stundum kallað reyksoðinn) er herramans matur.  Mjög góður á heitum sumardegi með kartöflusallati, tartarsósu og hvítvínsglasi

Takið flak af sjóbirtingi ( má lika vera lax) stráið finu salti yfir og látið standa við stofuhita í ca 30 mín.  Ég miða við að þegar vökvi hefur runnuð út úr flakinu er tímabært að skola það með vatni og .þerra með þurrum klút.

Ég strái grófmöluðum pipar yfri flatkið áður en ég set það í reykofninn.  Einnig má setja chiliglögur og reykja það með fiskinum.

Reyktíminn er ca 7-8 mín í Muurikka  rafmagnsofninum en ca 5-7 í Muurikka reykpönnunni

Ég nota ca 1-2 dl af sagi, mér líkar best við Muurikka ölinn, eplaviðinn og kirsuberjaviðinn fyrir þennan fisk

Annars mæli ég með því að þegar þú bryjar að fikra þig áfram með reykingu, að fara rólega af stað, þ,e,a,s ekki fyllia ofninn í fyrsta skipti og tapa þá öllur hráefninu ef eitthvað misfærist í fyrstu tilraun.  Skráið niður tímann og það er betra að taka stuttan tíma og svo geta bætt við eftir því hvernig þér finnst takast til.

Tilbrigði við þetta er að setja sítrónur , eða paprikku og jafnvel fersk chili út á  flakið og gefa því þannig nýjan bragðkeim.

Leit