Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Heitreyktur sjóbirtingur

Heitreyktur sjóbirtingur

Heitreyktur sjóbirtingur, einnig kallaður reyksoðinn, er herramanns matur. Mjög góður á heitum sumardegi með kartöflusalati, tartarsósu og hvítvínsglasi.

Hráefni
1 sjóbirtingsflak (má einnig vera lax)
Fínmalað salt
Grófmalaður pipar
Chilliflögur (valkvætt)
Reykspænir (bragð eftir smekk)

Aðferð
Stráið finu salti yfir fiskflakið og látið standa við stofuhita í um 30 mínútur. Gott er að miða við að þegar vökvi hefur runnuð út úr flakinu er tímabært að skola það með vatni og þerra með þurrum klút.

Gott er að strá grófmöluðum pipar yfir flakið áður en það er sett í reykofninn, en það fer alfarið eftir smekk. Þá má einnig reykja chilliflögur með fiskinum - aftur, eftir smekk.

Reyktíminn er um 7-8 mínútur í Muurikka Rafmagnsofninum en 5-7 í Muurikka Reykpönnunni

Miða má við 1-2 dl af reykspæni og við mælum með ölrinum, eplaviðnum eða kirsuberjaviðnum fyrir þennan fisk. Þá er ekki úr vegi að prófa sig áfram við að blanda mismunandi reykspæni til að skapa hið fullkomna bragð.

Við fyrstu skref í reykingum er best að fikra sig áfram rólega. Ekki fylla ofninn í fyrsta skipti og hætta á að tapa þá öllu hráefninu ef eitthvað misferst í fyrstu tilraun. Skráið hjá ykkur tímann fyrir hvert og eitt skipti til að byrja með, til að fylgjast með hvað virkar, en það verður svo hluti af uppskriftinni. Til að byrja með er betra að reykja í stuttan tíma í einu og bæta svo við eftir því hvernig þér finnst takast til.

Til frekari bragðbætis má spinna tilbrigði við þessa uppskrift og setja sítrónur, papriku og jafnvel fersk chilli út á flakið og gefa því þannig annan og aukinn bragðkeim.

Leit