Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Heitt kartöflusalat á Muurikka pönnu

Heitt kartöflusalat á Muurikka pönnu

Kartöflusalöt eru staðalbúnaður í hverja grillveislu, hvert matarboð að sumri, hverja útilegu og við mörg önnur tilefni. En á meðan klassíska kartöflusalatið er kalt, er hér komin uppskrift að heitu kartöflusalati sem býður upp á skemmtilega nýtingu Muurikka pönnunnar.

Stærð: Fyrir fjögur.

Hráefni
8 soðnar karftöflur  (einnig er tilvalið að nota afganga af t.d. bökuðum kartöflum)
2 sneiðar beikon
1 laukur
16 meðalstórir sveppir
1 msk sinnep (má vera hvaða týpa sem er)
2 msk matarolía
Smá skvetta hvítvínsedik
6-8 stk graslaukur fínt saxaður
Olía til steikingar

Undirbúningur
Skerið kartöflurnar í hæfilega bita
Skerið beikonið í litla strimla
Skerið laukinn í grófa bita
Skerið hvern svepp í fernt
Hrærið saman sinnepi, olíu og ediki í litla skál
Saxið graslaukinn

Aðferð
Setjið beikon, lauk og sveppi á vel heita pönnu með lítilsháttar matarolíu og steikið í smástund. Bætið kartöflunum út á pönnuna og lofið að hitna. Þegar blandan er orðin vel heit, hellið þá sinnepsblöndunni og graslauknum yfir salatið. Blandið vel saman og færið svo upp á fat.

Leit