Kartöflu og blaðlauks mauksúpa
Kartöflu og blaðlauks mauksúpa með baconi er heimsfræg súpa. Er mjög algeng á veitingastöðum í Englandi enda er þetta bragðmikil og saðsöm súpa full af kolvetnum.
Eg ákvað að koma með smá tilbrigði við þessa súpu, sleppti baconinu en notaði heitreyktan þorskhnakka og og heitreyktan ufsa. Hef oft verið að spá í að prófa ufsa, lét verða af því núna og hann kom skemmtilega á óvart.
Ég notaði sprautusalataðan þorsk og ufsa sem ég fékk hjá fiskvinslunni Jakob Valgeir hf í Bolungarvík. Þeir framleiða þessa vöru til útflutnings. Fiskurinn er sprautaður með 3% saltpækli og því verður reykbragðið milt og gott.
Í súpuna notaði ég
400 gr skrældar karftöflur (1 stór bökunar)
150 gr blaðlaukur
½ tsk af karrý
1 msk kúfuð af grænmetiskrafti
1l vatn
Smjör og hvítlauksolía til að svissa grænmetið
Meðlæti í súpuna
Fíntskorin paprikka, avokado ( ½ fyrir 2) og smá fersk steinselja
Kartöflurnar og blaðlaukurinn grófskorinn, svissaður í smjörinu og hvítlauksolíunni á samt karrýinu. Svo er vatninu og grænmetiskraftinum bætt úti pottinn og soðið í ca 25 mín.
Maukað með töfrasprota
Þegar súpan var borin fram, setti ég fyrst fiskinn á súpudiskinn , bætti reyndar risarækju í sem gerði ósköp lítið fyrir súpuna. Helti svo sjóðandi heitri súpunni yfir fisknn og skreytti með grænmetinu.
Þorskhnakkarnir og ufsaflakið var heitreykt í Muurikka rafmagns reykofni, hitinn í ca 150° . Notaði eplavið ca 1,5 dl og reyktíminn var 10 min á hita og lét hann svo kólna í reykofninum í 2 klst