Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Norrænar Eplaskífur

Norrænar Eplaskífur

Víða um Norðurlöndin tíðkast að gera s.k. Eplaskífur, enda eru þær bæði eru einfaldar og ljúffengar. Áður fyrr var eplaskífum velt upp úr deigi og þær svo steiktar, en nú til dags tíðkast jafnvel að gera þær án epla. Eins má gera þær með eplabitum, sem tilvalið er að velta upp úr kanil.

Eplaskífupannan frá Espegard er úr pottjárni og dreifir því hitanum af opnum eldi jafnt um allar skífurnar. Tilvalið er að taka pönnuna með í göngutúr ef leiðin liggur fram hjá eldstæði, staldra þar við og gera sér eplaskífur í köldum vetrardegi.

Uppskrift að eplaskífum

Eitt epli
Ein sítróna
Kanilsykur
3 egg
250 gr. hveiti
1 msk. sykur
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
400 ml. súrmjólk
Smjör (aðeins til steikingar)

Skerið eplið í bita. Gott er að hafa bitana litla, en þú lærir á hvaða stærð þér finnst best. Blandið kanilsykrinum og eplabitunum saman í skál.

Rífið sítrónubörkinn fínt og hrærið við öll hin hráefnin. Til að olíurnar úr sítrónuberkinum blandist vel í deigið er gott að velta sítrónunni aðeins milli lófa sér áður en hún er rifin. Eins er gott að leyfa blöndunni aðeins að standa svo þær blandist vel við deigið.

Berið smjör á pönnuna og leggið hana á eldinn svo hún hitni upp í meðalhita. Fyllið hverja skál upp að þremur fjórðu og setjið eplabita í miðjuna. Þegar botninn á skífunum er tekinn að bakast er þeim snúið, t.d. með gaffli. Skífurnar taka á sig kúpta lögun og verða stökkar að utan, en mjúkar að innan. Veltið þeim nokkrum sinnum við svo að þær bakist vel í gegn. Gætið þess að bera smjör eða aðra feiti í skálarnar fyrir hvern umgang svo þær festist ekki.

Á gönguför má borða þær beint af pönnunni, eða láta þær kólna aðeins áður en þið gæðið ykkur á þeim. Heimavið má setja þær á bakka eða fat og sigta flórsykur yfir. Ekki er úr vegi að bera fram smá sultutau með.

Leit