Rabarbara- og eplasaft
Í Opa Saftpottinum má safta fleiri en eina tegund hráefnis í einu. Einfalt og skemmtilegt tilbrigði við hefðbundna rabarabarasaft er að safta saman rabarber og epli.
2,5 kg epli - gul eða rauð eftir smekk. Við höfum haldið okkur við gul en hvetjum fólk til að prófa sem flestar samsetningar.
250 gr hrásykur
Aðferð
Skolið rabarbarann og skerið í bita, 3-4 cm langa bita. Hann má koma beint úr frysti og það er gott að geyma hann í bitum, svo það skiptir engu máli hvenær árs saftin er gerð.
Skolið eplin einnig og skerið í báta. Athugið að óþarfi er að skræla eplin. Hýðið má vera á.
Aðferðin er svo sú sama og við rabarabarasaftina. Setjið um 3 lítra af vatni í pottinn, leggið rabarbarann og eplin í sigtið og stráið hrásykrinum yfir. Setjið pottinn á eldavél og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka hitann aðeins og eftir um eina klukkustund ættuð þið að vera komin með um fimm lítra af saft.