Rabarbarasaft
Fátt er eins frískandi og heimalöguð rabarbarasaft, stútfull af C vítamíni. Það er hægur vandi að laga hana í Opa Saftpottinum úr ferskum rabarbara sem vex víða um land. Saftina má taka eins og skot að morgni, blanda út í kolsýrt vatn og gera frískandi drykk í hádeginu eða geyma fram á kvöld og blanda í ýmsa áfenga drykki, s.s. gin eða vodka.
Hráefni
5kg gróft skorinn rabarbari
500 gr hrásykur
Aðferð
Setjið um 3 lítra af vatni í pottinn, leggið rabarbarann í sigtið og hellið úr einum pakka af hrásykri (500 gr.) yfir. Setjið pottinn á eldavél og kveikið undir. Þegar suðan kemur upp er gott að lækka hitann aðeins og eftir um eina klukkustund ættuð þið að vera komin með um fimm lítra af rabarbarasaft.