Uppfærð og betrum bætt uppskrift
Það er mjög einfalt og þægilegt að baka rúgbrauð í Opa Arki tvöföldu pottjárnspönnunni.
Öllum efnunum í þessari uppskrift er hrært saman og hellt í pönnuna. Lokið sett á og svo er hún sett í 100° heitann ofninn og bakað í 4 klst með lokið á.
Mér finnst þægilegast að gera þetta seinnipart dags eða að kvöldi. Þegar tíminn er kominn hef ég tekið pönnuna út úr ofninum og læt hana stada á borði með lokið á og læt brauðið kólna yfir nóttina.
Uppskriftin passar vel í þessa stærð af pönnu og ég mæli með að láta deigið standa í 1 klst við stofuhita áður en það er bakað og leyfa matarsótanum að vinna á deiginu eins og ger
3 bollar rúgmjöl
1,5 bolli heilhveiti
1 bolli sýróp
1 bolli púðursykur ( má sleppa en er betra með sykrinum að mínu mati)
3 tsk matarsóti
2-3 tsk salt
1 l AB mjólk, ég notað lactósa fría frá Örnu