Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Rúsneskar Blini

Rússneskar Blini

Blini (stundum skrifað bliny, et. blin, fullt nafn blintchick) eru rússneskar og úkarínskar pönnukökur, jafnan gerðar úr hveiti eða (sjaldnar) bókhveiti, bornar fram með smetana (nk. sýður rjómi), tvorog (nk. kotasæla), smjöri, kavíar og öðru meðlæti. Blini eru einhverjir vinsælustu réttir Rússa.

Á Vesturlöndum tíðkast að bera blini fram sem milliþykka, munnbitastóra smárétti í móttökum og hanastélsveislum, 3-4 cm í þvermál. Í Rússlandi og Úkraínu nútímans á heitið við þunnar pönnukökur á stærð við pönnuna sjálfa, þó í sögulegu samhengi hafi smærri útgáfan verið algengari.

Blini njóta sífellt meiri vinsæla hér á landi, en framreiðsla þeirra býður upp á marga möguleika, hvort sem er hversdags eða til hátíðabrigða.

Uppskrift að blini deigi

Hráefni
150g hveiti
1 tsk salt
14g ferskt ger/ eða 7 gr þurrkað ger
150ml mjólk

2 eggjahvítur
3 msk fínt söxuð fersk graslauk
2 msk ólífuolía

Aðferð
Blandið saman hveit, salti og geri í skál og blandið vel saman.
Hitið mjólkina á pönnu eða í potti við vægan hita.
Hellið volgu mjólkinni í hveitiblönduna, blandið vandlega saman til að mynda þykkt deig. Setjið til hliðar og látið sitja í eina klukkustund.
Þeytið eggjahvíturnar þar til mjúkir toppar myndast þegar þeytarinn er fjarlægður.
Blandið saman eggjahvítunum og graslauknum í deigið.
Hitið lítið magn af ólífuolíunni á pönnu við meðalhita.
Bætið skeið af deiginu og steikið í 45-60 sekúndur, þar til það er gyllt að neðanverðu. Snúið svo við og steikið í 30 sekúndur á hinni hliðinni. Fjarlægið bliniin og setjið á Opa margnota bökunarfilmu.

Bliniin eru svo borin fram með fullri skeið af sýrðum rjóma á hverri, toppaðri með skeið af kavíar og raðið á disk eða fat. Einnig má bæta við ögn af reyktum laxi og örlitlu af fersku dilli.

Tillaga að meðlæti með Blini
50g kavíar
150 sýrður rjómi

Smellið hér til að skoða blini pönnurnar frá Opa

Leit