Sendum frítt á næsta pósthús eða póstbox fram að jólum!

Söltun fyrir reykingu

Það eru til nokkrar aðferðir við söltun á hráefni sem á að reykja/ Heitreykja. Það er smekksatriði hvaða aðferð hver og einn notar og svo aðlaga flestir sína aðferð.  Helstu aðferðir eru hér að neðan.  Ég nota þurrsöltun með finu salti þegar ég heitreyki fiskflök. Ég sáldra fínu salti yfir flaðkið og læt það liggja á í ca 30 mín.  Skola það af með vatni og þerra svo flakið. Fuglakjöt ( gæsir endur, svartfugl og þess háttar) hjúpa ég með grófu salti og læt liggja í ca 30-40 mín. Skola svo af með vatni og þerra kjötð vel.  

Pækil söltun

Hráefni látið liggja í  ca 12 tima í pækli

10% saltpækill     100 gr salt í 1 l af vatni

1 L af salt pækli fyrir hvert kg af fiski

 

Lax, Þorskur,

 

4% saltpækill á

Makríl, Síld

 

Þursöltun

 

Fínu salti stráð yfir flökin og látið standa í ca 20-30 mín

Lax, silungur

Leit