Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Söltun fyrir reykingu

Söltun fyrir reykingu

Það eru til nokkrar aðferðir við söltun á hráefni sem á að reykja eða heitreykja. Hvert og eitt velur aðferð eftir smekk, sem flestar eru svo aðlagaðar eftir réttum og - aftur - smekk.  Helstu aðferðir eru hér að neðan. 

Þurrsöltun með finu salti hentar vel þegar heitreykja á fiskflök, s.s. lax og silung. Fínu salti er sáldrað yfir flakið og látið liggja á í um hálftíma. Það er síðan skolað af með vatni og flakið svo þerrað. Fuglakjöt (gæsir endur, svartfugl og þess háttar) er best að hjúpa með grófu salti og látið liggja í 30-40 mínútur. Saltið er aftur skolað af með vatni og kjötið þerrað vel. 

Pækil söltun
Saltpækil má til að mynda nota til að salta ýmiskonar fisk.
Styrkleiki pækilsins er mældur í prósentum, og þannig inniheldur 10% saltpækill 100 gr af salti fyrir hvern líter af vatni. Fyrir hvert kg. af fiski er svo mælt með einum líter af pækli. Hráefnið er látið liggja í um 12 tíma í pæklinum fyrir reykingu.

10% pækil má nota á

Lax og þorsk.

4% saltpækill má nota á
Makríl og síld.

 

Við fyrstu skref í reykingum er best að fikra sig áfram rólega. Ekki fylla ofninn í fyrsta skipti og hætta á að tapa þá öllu hráefninu ef eitthvað misferst í fyrstu tilraun. Skráið hjá ykkur tímann fyrir hvert og eitt skipti til að byrja með, til að fylgjast með hvað virkar, en það verður svo hluti af uppskriftinni. Til að byrja með er betra að reykja í stuttan tíma í einu og bæta svo við eftir því hvernig þér finnst takast til.

Til frekari bragðbætis má svo oft spinna tilbrigði við ýmsar uppskriftir og setja sítrónur, papriku og jafnvel fersk chilli með öðru hráefni og gefa því þannig annan og aukinn bragðkeim.

Leit