Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Steiktur steinbítur, kryddleginn í sweet chilli sósu með kókosflögum og möndlum

Steiktur steinbítur, kryddleginn í sweet chilli sósu með kókosflögum og möndlum

Hráefni
150-200 gr af roðlausum og beinhreinsuðum steinbítsflökum á hvert
2 dl sweet chilli sósa
Hálft súraldin (lime)
Hálf sítróna
ca 1 matskeið kókosmjöl á hvert. (Við mælum með stóru flögunum frá Sollu)
ca 1 matskeið möndluflögur á hvert
 
Aðferð

Kreistið safann úr ávöxtunum og blandið saman við sweet chilli sósuna. Hrærið vel saman. Leggið fiskinn í sósuna og látið liggja í um 20 mínútur.

Eftir að kveikt hefur verið undir pönnuni og hún er tekin að hitna, ristið þá kókosmjölið og möndlurnar á þurri pönnunni. Gætið þess að pannan sé ekki of heit svo flögurnar brenni ekki. Fjarlægið þetta svo af pönnunni og leggið til hliðar. Steikið fiskinn en gætið þess að það er mikill sykur í sósunni sem brennur ef ekki er fylgst vel með. Stráið steiktum flögunum svo yfir fiskinn eftir að hann hefur verið steiktur og berið fram á fati eða diski hvers og eins.

Tilvalið að bera fram með hrisgrjónum og ljúffengu salati eða hrásalati.

Þessi uppskrift sló í gegn á Skjaldborgarhátiðnni árið 2008 og er fengin frá Soffíu Gústafsdóttur á Patreksfirði.

Leit