Sendum frítt á næsta pósthús eða póstbox fram að jólum!

Steinbítskinnar í Teriyaki sósu

Teriyaki sósa

Innihald
1 msk Engifer  ferskt, og fínskorið eða niðurrifið
1  hvítlauksrif  fínskorinn
1 bolli soya sósa
1 msk shake  (má sleppa)
1 msk mirin  (japanskur hrísgjróna lögur)
3 msk sykur
Nokkrir dropar af sesam olíu

Aðferð
Saxið engifer og hvítlauk, setjið allt í lítinn pott og látið sjóða við vægan hita og hrætið í þar til sykurinn hefur blandast saman við löginn, kælið áður en fiskurinn eða kjötið er marinerað í þessu.  Hæfilegur tími að mínu mati er ca 20 mín fyrir fisk og kjúkling, en 30-40 fyrir  lamba, nauta og svínakjöt

Þessa sósu má laga í stærra magni og geyma í ísskáp, en þá er gott að sigta hvítlaukinn og engiferið frá. Annars er hætt við því að það verði of mikið hvítlauksbragð af henni, ég hef geymt sósuna þannig í 4 vikur í ísskáp.

Réttur

Innihald

180-200 gr á mann af Steinbítskinnum eða steinbítsflökum
1 laukur
¼ blaðlaukur
½  græn paprika
½  rauð paprikka

Aðferð
Skerið grænmetið í hæfilega bita, ekki of fínt.

Eftir að fiskurinn hefur legið i sósunni í 20 mín setjið hann á heita Muurikka pönnuna og bætið grænmetinu úti og steikið í ca  4-5 mínutur , ræðst svolítð af stærð kinnanna eða þyktinni á fiskbitunum.

Gætið þess að ofsteikja ekki kinnarnar því þá verða þær seigar og stífar undir tönn

Leit