Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Steinbítskinnar í Teriyaki sósu

Steinbítskinnar í Teriyaki sósu

Fyrir 4

Teriyaki sósa

Hráefni
1 msk ferskt engifer, fínskorið eða niðurrifið
1 hvítlauksrif, fínskorið
1 bolli soya sósa
1 msk shake  (má sleppa)
1 msk mirin (japanskur hrísgrjónalögur)
3 msk sykur
Nokkrir dropar af sesam olíu

Aðferð
Saxið engifer og hvítlauk. Setjið allt hráefni í lítinn pott og látið sjóða við vægan hita. Hrærið í þar til sykurinn hefur blandast saman við löginn og kælið áður en sósan er notuð til marineringar. Hæfilegur tími til marineringar eru um 20 mínútur fyrir fisk og kjúkling, en 30-40 mínútur fyrir lamba-, nauta- og svínakjöt.

Þessa sósu má laga í stærra magni og geyma í ísskáp, en þá er gott að sigta hvítlaukinn og engiferið frá - annars er hætt við því að það verði of mikið hvítlauksbragð af henni.

Réttur

Hráefni
180-200 gr af steinbítskinnum eða steinbítsflökum á hvert
1 laukur
¼ blaðlaukur
½ græn paprika
½ rauð paprika

Aðferð
Skerið grænmetið í hæfilega bita, ekki of fínt.

Setjið fiskinn á heita Muurikka pönnuna, eftir að hann hefur legið í sósunni í um 20 mínútur, og bætið grænmetinu út á. Steikið í ca  4-5 mínutur, eftir stærð kinnanna eða þyktinni á fiskbitunum.

Gætið þess að ofsteikja ekki kinnarnar því þá verða þær seigar og stífar undir tönn.

Leit