Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Bros- og hjartalummur

Bros- og hjartalummur

Lummur eru ekki bara ótrúlega góðar, heldur er líka mjög einfalt og fljótlegt að baka þær. Uppskrift að lummum má finna í bókinni Þjóðlegt með kaffinu, sem við höfum góðfúslega fengið leyfi til að birta á þessum vef.

Hráefni
400 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 msk sykur (má sleppa)
2 egg
4 dl mjólk
50 g smjör
rúsínur (má sleppa)

Aðferð
Bræðið smjörið. Hrærið saman eggjum og mjólk. Blandið því næst þurrefnunum saman í skál, bætið bræddu smjörinu saman við ásamt eggjablöndunni og hrærið saman ásamt rúsínum, ef þess er óskað. Lummurnar er steiktar á báðum hliðum á vel heitri pönnu, 2-3 í einu. Gætið þess að hafa örlitla feiti á pönnunni svo lummurnar festist ekki við hana. Einnig má gera lummur úr afgangi af grjónagraut en þá þarf minna af hveiti, t.d. 200 g af graut á móti 250 g af hveiti. Lummurnar bragðast best bornar fram heitar með smá sykri.

Í Broslummurnar bætum við að auki mikilli gleði og kærleik en í Hjartalummurnar heldur meira af kærleik að ógleymdri gleðinni!

„Þjóðlegt með kaffinu“ er haldið úti af Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur á Ísafirði og á facebook síðu þeirra er að finna margar fleiri góðar uppskriftir að klassíkum kaffimeðlæti - og panta uppskriftabækur þeirra.

Leit