Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Vestfirskar hveitikökur

Vestfirskar hveitikökur

Það er rík hefð fyrir hveitikökum á Vestfjörðum, bæði hversdags og til hátíðabrigða.Heilu fjölskyldurnar koma jafnvel saman og baka þær fyrir jólin. Áður fyrr voru þær bakaðar (steiktar) á hellum líkt og flatkökur en það er einnig mjög hentugt að baka þær á Muurikka pönnu. Best að hafa lágan hita og láta þær bakast og ristast á þurri pönnunni. Þessi uppskrift birtist á visir.is en það var vestfirðingurinn Baldur Hreinsson sem kom henni á framfæri við okkur.

Stærð: 7-8 kökur
Hráefni
3 bollar hveiti
3 tsk. lyftiduft 
1 tsk. salt 
1 msk. sykur 
2,5 dl mjólk 
2,5 dl rjómi
 
Aðferð
Öll efnum er blandað saman í hrærivél. Búin er til pylsa og hún skorin í 7-8 kökur. Hver kaka er flött út með kökukefli. Stingið í hverja köku með gaffli til að að gera lítil göt á deigið, sem svo er steikt á pönnu - helst þykkbotna og eldgamalli - við meðalhita. Við mælum að sjálfsögðu með Muurikka pönnu við gerð hveitikakanna.

Leit