Sendum frítt á næsta pósthús eða póstbox fram að jólum!

Vestfirskar hveitikökur

Það er rík hefð fyrir Vestfirskum Hveitikökum á vestfjörðum, þær eru hafðar bæði hversdags og til hátíðabrigða. 

Vestfiskar Hveitikökur
Það er rík hefð fyrir Vestfirskum Hveitikökum á vestfjörðum, þær eru hafðar bæði hversdags og til hátíðabrigða.  Það er hefð fyrir því hjá mörgum fjölskyldum að koma saman og baka þær fyrir jólin. Áður fyrr voru þær bakaðar (steiktar) á hellum likt og flatkökur.  Það er mjög hentugt að baka þær á Muurikkapönnu og þá er best að hafa lágan hita og láta þær bakast og ristat á þurri pönnunni. Þessi uppskrift byrtist í vísi.is og var það Baldur Hreinsson sem gaf upp þessa uppskrit.
 

7-8 kökur
3 bollar hveiti
3 tsk. lyftiduft 
1 tsk. salt 
1 msk. sykur 
2,5 dl mjólk 
2,5 dl rjómi 

Öll efnum blandað  saman í hrærivél. Búin til pylsa og skorið í 7-8 kökur. Flatt út með kökukefli. Stinga í hverja köku með gaffli. Steikt á pönnu, helst þykkbotna og eldgamalli. Bakað við meðalhita. Við mælum með Muurikka pönnu í þennann bakstur

Leit