Vestfirskar hveitikökur
Það er rík hefð fyrir hveitikökum á Vestfjörðum, bæði hversdags og til hátíðabrigða.Heilu fjölskyldurnar koma jafnvel saman og baka þær fyrir jólin. Áður fyrr voru þær bakaðar (steiktar) á hellum líkt og flatkökur en það er einnig mjög hentugt að baka þær á Muurikka pönnu. Best að hafa lágan hita og láta þær bakast og ristast á þurri pönnunni. Þessi uppskrift birtist á visir.is en það var vestfirðingurinn Baldur Hreinsson sem kom henni á framfæri við okkur.
3 bollar hveiti
3 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 msk. sykur
2,5 dl mjólk
2,5 dl rjómi