Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Vöfflur yfir opnum eldi

Vöfflur yfir opnum eldi

Það þarf nú ekki að kynna vöfflur fyrir neinum sem þetta les. En færri vita að það má baka þær á fleiri vegu en í rafmagnsvöfflujárni. Með Espegard vöfflujárninu er nefnilega hægt að baka þær yfir opnum eldi, til dæmis á Espegard hlóðaleggjum.

Hráefni
4 egg
2 dl sykkur
7 dl kefír eða súrmjólk
½ dl vatn
6 dl hveiti
1 ts kardimommudropar
150 smjör

Aðferð
Þeytið egg og sykur létt saman. Hrærið kefír/súrmjólk og hveiti samanvið og bætið svo kardimommu og vatni og hrærið létt og  að lokum bræddu smjör. Tilvalið að laga deigið áður en kveikt er í eldiviðnum, t.d. áður en haldið er af stað út. Svo er deigið látið hvíla þar til eldurinn er tekinn að loga.

Gangið úr skugga um að hitinn sé góður - en ekki of mikill. Setjið vöfflujárnið yfir eldinn. Ekki í sjálfa logana, heldur yfir glóðina eða á grillinu. Smyrjið járnið með nægu smjöri áður en byrjað er að steikja og gætið þess að velta járninu við, til að hita báðar hliðar þess. Smyrja má járnið með olíu eftir notkun.

Veisluvöfflur
Svo er hægur vandi að breyta vöfflunum í lítil listaverk með smá skapandi og bragðgóðu meðlæti!

Það má fara all-in í norsku aðferðina og skammta á hvert vöffluhjarta ögn af sýrðum rjóma, toppuðum með sneið af brúnosti.

Vöfflur með þeyttum rjóma og ferskum berjum klikka svo aldrei.

Belgar eru auðvitað snillingar og myndu smyrja þær með Nutella og þeyttum rjóma ofan á.

Svo eru amerískar pönnukökur oft bornar fram með beikoni, smjöri og hlynssýrópi. Það er ekkert sem bannar það á vöfflur!

Leit