Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Eldhús

Ef ljúffengar máltíðir eru eins og sinfóníur fyrir bragðlaukana, þá er matreiðslumeistarinn hljómsveitarstjóri sem stjórnar því hvernig verkið er leikið - og eldhúsáhöldin hljómsveitin.

Sama hver tónlistarstefnan er - klassík, rokk, djass, pönk, blús, metal eða hvað annað - þarf réttu hljóðfærin til að skapa rétta hljóminn. Stundum þarf fleira en eitt af hverju, önnur eru bara notuð í einstaka verkum, en öll þurfa að vera í toppstandi. Flugbeittur hnífur er eins og vel stillt fiðla, pottarnir eins og fjölbreytt slagverk, ausur og sleifar eins og bogar og blöð, allt til að leika ógleymanleg verk fyrir þau sem boðið er að njóta.

Leit