Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Muurikka samlokugrill úr pottjárni

Þó það sé kannski einfaldara að grilla samloku en að elda þriggja rétta kvöldverð, þá standa sumar grillaðar samlokur öðrum framar. Það er bara svo einfalt. Sérvalið brauðið, hárnákvæmt jafnvægi milli áleggstegunda, ýmiskonar leynikrydd að ógleymdum bráðnum (og dálítið brenndum) ostinum er það sem skipar grilluðu gúrmetinu í viðeigandi flokka.

Með Muurikka Samlokugrillinu er nú hægt að færa þessa fornu list yfir opinn eld og auka þannig enn á fjölbreytta bragðflóru hennar, enda er munur á því að grilla samloku fyrir kolum eða viðareldi. Þá má einnig nota það til að grilla pylsur, kjöt, grænmeti og ýmislegt fleira.

2 eintök eftir

Leit