Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Pönnur

Inni eða úti; ál, stál eða gegnheilt pottjárn; húðaðar og óhúðaðar; á allar tengundir hella - og sumar hverjar í ofn! Pönnurnar frá Opa og Muurikka koma sannarlega í öllum stærðum og gerðum fyrir allar tegundir steikingar. En það getur verið snúið að velja þá réttu.

Pönnur húðaðar með viðloðunarfrírri húð er þægilegt að þrífa, en húðin þolir ekki of mikinn hita. Fylgjast þarf með endingu húðarinnar, því þegar hún skemmist er líftími pönnunnar liðinn. Hvenær það verður fer fyrst og fremst eftir meðferð. Pönnur án húðar þola mun meiri hita en sumar þarf að meðhöndla fyrir fyrstu notkun. Slíkar pönnur geta þó enst ævina og jafnvel lengur, en það fer einnig eftir meðferð. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er mælt með sápuþvotti á neinar pönnur og þerra skal þær með pappír eftir þvott. Hvað val varðar skal fyrst og fremst velja pönnu sem hentar matseldinni - og það getur þýtt að hafa nokkrar í vopnabúrinu.
Opa Heavy Metal pönnur frá 4.900 kr. 5.400 kr.
Opa Kenno Pottjárnspönnur frá 4.830 kr. 6.900 kr.
Muurikka pönnur frá 10.900 kr.
Muurikka Paella Pönnur frá 5.900 kr.
Muurikka Wokpönnur frá 7.500 kr.
Muurikka Pönnusett frá 49.900 kr.
Muurikka Gasbrennari frá 28.900 kr.
Muurikka Pönnuspaði frá 2.100 kr.

Leit