Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Muurikka pönnur

Upprunalegu útipönnurnar eru hornsteinninn að ríkulegu vöruúrvali Muurikka. Með þeim hófst saga fyrirtækisins en uppruna þeirra má rekja til aldagamlar sauna-hefðar Finna. Muurikka pönnurnar eru vel þekktar um öll Norðurlönd og eru aðalsmerki fyrirtækisins. Þær eru ómissandi í flóru útieldamennsku og ættu ekki að fara fram hjá neinum sem hefur gaman af að elda - nú eða borða - góðan mat!

Á Muurikka pönnu má töfra fram heila veislu frá upphafi til enda; frá forréttum til eftirrétta. Með þeim, ásamt öðrum pönnum frá Muurikka, má matreiða fjölbreytt úrval gómsætra rétta, s.s. grænmetisrétti, wok, paella, kjöt, fisk, pylsur og pönnukökur og margt fleira. Pönnurnar má nota yfir opnum eldi, kolum, ýmsum grillum, gasbrennara og í Muurikka Sumareldhúsinu. Það má leggja þær beint á Muurikka gasbrennarana, en einnig fylgja þeim stuttir fætur sem má skrúfa undir pönnurnar til að setja þær yfir opinn eld eða kol.

Pönnurnar eru gerðar úr heitvölsuðu járni og engu öðru. Á þeim er engin verndarhúð, svo við fyrstu notkun þarf að veita þeim einfalda meðferð til verndar pönnunni. Vegna þessa verður Muurikka pannan stöðugt betri eftir því sem hún er notuð meira, og með góðri meðferð endist Muurikka pannan ævilangt.

Muurikka pönnurnar eru fáanlegar 38, 48, 58 og 78 cm í þvermál. Hlífðarpoki fylgir pönnunni svo það er leikur einn að taka hana með í ferðalög.

4 eintök eftir

Leit