Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Muurikka Paella Pönnur

Paella er með best þekktu réttum spænskrar matarmenningar. Þessi ljúffengi hrísgrjónaréttur, sem á uppruna sinn á sjálfsstjórnarsvæðinu Valencia á austurströnd Spánar, er til í ótal útfærslum. Hann dregur nafn sitt af pönnunni, en paella þýðir steikarpanna á valensísku.

Muurikka býður uppá paella pönnur í nokkrum stærðum, frá 40 til 70 cm úr ryðfríu stáli, og svo 45 cm úr pottjárni eða Karbon stáli. Við mælum með 40-50 cm pönnu á D350 Muurikka brennarann, 50-60 cm á D400 og 60-70 cm á D500.

Karbon stál og pottjárns pönnurnar passa bæði á D350 og D400 brennarana.

Rétturinn er borinn fram á pönnunni, sem er lögð á matarborðið, og ýmist skóflað á disk með trésleif eða tveimur skeiðum.

Spurningin er hinsvegar: Hvernig er orðið borið fram? Á spænsku er tvöfallt L borið fram eins og stafurinn J í íslensku (eða Y á ensku). Þannig segir heimafólk pa-ey-ja eða jafnvel pæja, með dramatískri áherslu á stafinn J!

4 eintök eftir

Leit