Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Muurikka Wokpönnur

Wok pönnur eiga uppruna sinn í Kína en finnast einnig víða um Austur-, Suður- og Suð-Austur Asíu og eru vinsælar um allan heim. Þær eru í raun menningarheimur útaf fyrir sig og með þeim opnast leiðir að spennandi matseld, en þær eru notaðar í ýmiskonar kínverska matargerð. Þar á meðal má nefna snöggsteikingu (e. stir fry), gufusoðningu, pönnusteikningu, djúpsteikingu, hleypingu (e. poaching), soðningu, til að brúna, til að reykja og einnig má rista á þeim hnetur. Við hefðbundna matreiðslu á wok pönnu eru annað hvort notuð sleif (hoak) eða spaði (chahn) en lengd þeirra ver matráðinn fyrir þeim háa hita sem notaður er við matseldina.

Muurikka wok pönnurnar, eins og aðrar Muurikka pönnur, má nota á gas, kol og opinn eld. Þær fást í40, 50 og 60 cm í þvermál og þeim fylgja stuttir fætur sem skrúfa má undir þær, eins og aðrar Muurikka pönnur.  Hefðbunnar wok pönnur eru nánast alveg kúptar en Muurikka Wok pönnurnar mætti kalla hálfkúptar. Þær hentar þó einkar vel í súpur, grænmeti, gænmetisrétti, pottrétti o.fl.

Við mælum með eftirfarandi samsetnigu á gasbrennurum
40 cm wok panna á D300 eða D350
50-60 cm wok panna á D 400

2 eintök eftir

Leit