Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Reykofnar

Reyktur matur er hnossgæti sem þarf aldeilis ekki að útskýra fyrir íslenskum matgæðingum. En flest reykmeti sem Íslendingar þekkja er kaldreykt í ferli sem krefst langs tíma og þónokkurs útbúnaðar. Heitreyking er hinsvegar mun einfaldari með reykofnum frá Muurikka.

Á meðan kaldreyking er aðferð til að auka geymsluþol matar, er heitreyking aðferð til til fulleldunar. Fyrst er hráefnið saltað - ýmist þurrsaltað eða lagt í saltpækil - og látið taka sig, eftir smekk. Þegar það er tilbúið er það, ásamt teykspæni, settur í reykofn eða -pönnu og svo hitaður þar til spænirinn fer að sviðna. Reykingin sjálf tekur aðeins fáeinar mínútur - en rétt eins og með kjötsúpuna er best að láta það sitja í ofninum nokkra stund, jafnvel þar til daginn eftir. Með nokkrum tegundum Muurikka reykspænis sem í boði eru má leika sér að bragðinu, sem auk þess má bæta við lyngi, kryddjurtum og ýmsu fleira.
Muurikka Reykspænir frá 600 kr. 1.500 kr.

Leit