Leiðbeiningar um meðferð

 Leiðbeiningar með Muurikka pönnum fyrir eld og gas
 Áður en pannan er tekin í notkun þarf að hita hana vel og þegar fer að rjúka úr henni er hún smurð með fitu, helst svínafitu eða hertri jurtafitu.Eftir að hafa prófað hvort tveggja mæli ég frekar með því að nota svínafitu. Einfaldast er að skera litla ræmu af fitu úr svínasíðu, stinga í hana gaffli og bera fituna á pönnuna. Þegar þetta hefur verið gert einu sinni og fitan er farin að brenna inn í pönnuna á hún að vera farin að taka á sig brúnan lit. Þetta er endurtekið 3-4 sinnum og tekur um það bil 10-15 mínútur. Ekki má bera of mikla fitu á pönnuna því þá rennur hún inn að miðju með tilheyrandi reykjarbrælu.
 
Nú er gott  að þrífa pönnuna með þvi að sáldra yfir hana vatni,en þá verður varast heita gufuna sem stígur upp af pönnunni. Þurkið pönnuna bréfi, tl handþurkum
 
 
Nú er pannan tilbúin til notkunar. Þá er sett á hana örlítil olía, allt eftir því hvað hver og einn kýs að nota.  Þetta þarf einugis að gera í upphafi. Eftir notkun á pönnunni er best að þrífa hana vel heita eða setja hana undir heitt kranavatn og þvo án sápu.
 
Ef það kemur ryð á pönnu má hreinsa hana með stálull, oft dugar að hreinsa hana með með því að smá olíu og brenna svo fitu inn í hana aftur. ( það getur myndast ryð á pönnu sem skilin er eftir óvarin úti t.d í rigningu) Eins skal varast að skilja brennarana eftir út þar sem getu ringt á þá.j  Einnig getur hann fokið  þar sem er léttur ef það hvessir mikið.  Góð meðferð tryggir langa endingu.
 
Leiðbeiningar fyrir Opa pönnur.
 
Opa pönnur eru með Quantanium eða Keramik húð að innan.  Til að lengja líftíma húðuninnar er gott að hafa eftirfarandi í huga.
Opa pönnurnar eru hannaðar til þess að spara orku og nýta hitann vel. Ekki vera með þær á mesta hita ef góður steikingarhiti fæst á lægri stillingum eldavélarinnar.
Ekki snöggkæla pönnuna í vatni eftir notkun, heldur leyfið henni að kólna rólega.  Framleiðandi mælir með vatni og ediki til að þrífa eftir notkun eða veikri uppþvottalögsblöndu. Ef brunnið hefur við á henni er gott að setja vatn á pönnuna og láta það sjóða smástund á pönninni, þá ættu óhreinindin að losna.
Við mælum með tré eða plastáhöldum og munið að góðumhirða lengir liftíma pönnunnar