Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Opa, Muurikka og Espegard eru öll Norræn vörumerki, rótgróin í sínum heimalöndum.  Við hönnun og framleiðslu þeirra er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, gæði við efnisval, einfaldleika, endingu og - síðast en ekki síst - aukna upplifun af eldamennsku og útivist.

Opa & Muurikka

Muurikka var stofnað árið 1970 í Finnlandi og hóf starfsemi sem lítið fjölskydufyrirtæki. Þeirra meginframleiðsla er Muurikka útipönnurnar, en útipönnuhefðin er náskyld finnskri sauna menningu. Rétt eins og sauna, þá er Muurikka panna á nánast hverju finnsku heimili en finnar tala ekki um útipönnur, heldur bara Muurikkur.

Með árunum hefur fyrirtækið vaxið, vöruþróun fyrirtækisins aukist og samanstendur vörulína þess nú af ýmsum tegundum útipanna, brennurum og öðrum áhöldum til útieldunar. Muurikka gefur nýja vídd í útieldun og er engin samkoma of stór eða flókin fyrir Muurikku.

Árið 2010 festi Muurikka kaup á öðrum finnskum framleiðenda eldhúsáhalda - Opa, sem var stofnað árið 1930 og er því elsta starfandi fyrirtæki á Norðurlöndunum í framleiðslu á pottum og pönnum. Opa var fyrst Norrænna fyrirtækja til að framleiða potta, katla og pönnur úr ryðfríu stáli - og hefur gert það allar götur síðan.

Fyrirtækin starfa nú undir heitinu Opa&Muurikka. Þau hafa einfalda hönnun og notagildi að leiðarljósi auk þess markmiðs að nýta hitagjafann sem mest og spara þannig orku.

Einkunnarorð Opa „Arjen sankari“ þýða á íslensku hvunndaghetjan - sem eru þau orð að sönnu.

Espegard

Espegard er norskt vörumerki, stofnað árið 1985 og hefur því í 35 ár framleitt gæðavöru til að auðga útivist. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn þar sem það var stofnað, í smábænum Ål í Hallingsdal sem sagður er einn fegursti dalur Noregis - en samkeppnin hlýtur að vera grimm.

Espegard stærir sig af að vera stöndugt og hefðbundið fyrirtæki hvers starfsfólk helgar sig starfi sínu og nýtur útivistar, svo þau búa að heilmikilli persónulegri reynslu af eigin framleiðslu. Ferskt loft og ósnortin náttúra veita hönnun og framleiðslu Espegard innblástur, enda tekur starfsfólk Espegard þrána til að verja tíma utandyra við ýmsar aðstæður háalvarlega.

Hvort sem eru eldstæði, eldunaráhöld eða gömlu góðu skíðasleðarnir eru Espegard vörurnar þrautreyndar og til þess eins ætlaðar að gera útivistina ánægjulega og eftirminnilega.

Þorsteinn F. Þráinsson, matreiðslumeistari, og Eva Friðþjófsdóttir, danskennari standa að vefversluninni muurikka.is. Þau hafa flutt inn vörur undir merkjum Muurikka frá árinu 2007 og Opa frá árinu 2010, þegar Muurikka Oy keypti Opa. Espegard vörurnar bættust við árið 2013.

Við kappkostum að veita viðskiptavinum muurikka.is góða þjónustu og tryggjum að þeir njóti allra almennra regla um ábyrgðir og vöruskil sem gilda um seljendur á vörum og þjónustu. Nánar má lesa um skilmála muurikka.is hér.

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar, vandamál vandamál - eða bara sökum forvitni og svörum eins fljótt og auðið er. Við höfum einnig gaman af að heyra af afrekum viðskiptavina okkar við matseldina, svo sendið okkur endilega línu og myndir.

Leit