Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 50.000 kr

Espegard Eplaskífupanna

Víða um Norðurlöndin tíðkast að gera svokallaðar eplaskífur, enda eru þær bæði eru einfaldar í gerð og ljúffengar á bragðið. Áður fyrr var eplaskífum velt upp úr deigi og þær svo steiktar, en nú til dags tíðkast jafnvel að gera þær án epla. Eins má gera þær með eplabitum, sem tilvalið er að velta upp úr kanil.

Eplaskífupannan frá Espegard er kjörin til að gera eplaskífur úti í náttúrunni yfir opnum eldi. Hún er úr gegnheilu pottjárni sem dreifir hitanum vel um allar skífurnar og með löngu skafti svo ekki þurfi að koma óþarflega nálægt eldinum. Tilvalið er að taka pönnuna með í göngutúr ef leiðin liggur fram hjá eldstæði, staldra þar við og gera sér eplaskífur í köldum vetrardegi.

Gómsæta uppskrift að eplaskífum má finna á uppskriftasíðu okkar.

Sláðu inn netfangið þitt og við höfum samband um leið og varan er fáanleg aftur:

Leit