Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Espegard Hlóðaketill

Fátt gleður sálina eins og rjúkandi heitur kaffibolli, bæði eftir langar göngur um fjöll og firnindi eða í rólegheitum í garðinum heima. Stundum er tilstandið við útimatseldina óþarfi og nóg að laga ilmandi ketilkaffi til að finna smávegis frið.

Espegard Hlóðaketillinn er stílhreinn ketill úr ryðfríu stáli. Hann fæst í 2.5 lítra og 6 lítra útgáfum, er léttur og kjörinn í ketil- og skógarkaffi, heitt súkkulaði eða til að hita vatn í te. Hann kemur vel út hangandi á hónum* yfir opnum eldi á Espegard Hlóðaleggjum, en má einnig nota á kol, gas og ýmiskonar eldhúshellur.

 

*Hór (no. kk.) er íslenskt orð frá 17. öld yfir yfir krók sem hékk yfir hlóðum í torfbæjum, sem á voru hengdir pottar og katlar. Orðið beygist hór/hó/hó/hós og var talað um að hengja á hóinn.

7 eintök eftir

Leit