Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Espegard Hlóðapottar og Acerto hlóðapottar

Hlóðapottarnir frá Espegard eru svo Norrænir að það er eins og þeir stökkvi beint af síðum barnabók Astridar Lindgren. Það er ekki ólíklegt að pylsurnar hennar Ölmu í Kattholti hafi verið matreiddar í svona pottum, og lokkað til sín fólk um öll Smálönd - í það minnsta ef hún hefði vitað af þeim.

Espegard Hlóðapottarnir fást í tveimur  stæðum - 6 og 10 lítra . Þeir eru sérhannaðir til að hanga yfir kolum, gasi eða opnum eldi. Þeir eru húðaðir (emaleraðir) að innan og utan sem þýðir að engrar meðferðar er þörf fyrir fyrstu notkun. Húðin tryggir endingu þeirra yfir þeim mikla hita sem stafar af náttúrulegum hitagjöfum og varnar því að matur festist í pottunum. Í flestum tilfellum allavega.

Hvort sem þú vilt bjóða upp á gómsæta grænmetissúpu, kraftmikla fiskisúpu, gourmet gúllas - eða bara heitt súkkulaði - þá eru Espegard Hlóðapottarnir ómissandi viðbót við Espegard Hlóðaleggina!

Nú bjóðum við líka uppá stærri hlóðapotta frá Acero.  Þetta eru Ungverskir pottar og koma í 3 stærðum  14L,- 22L of 30 L

Leit