Sendum frítt á næsta pósthús eða póstbox fram að jólum!

Espegard Skíðasleði

Að vetri til er fátt skemmtilegra en að nýta snjóinn og skella sér á skíði og skauta - eða renna sér á sleða. En sleðaferðir eru sannarlega ekki aðeins fyrir börn.

Á Espegard Skíðasleðanum, sem einnig er kallaður Sparksleði víða um landið, er sæti fyrir eitt á meðan annað stendur fyrir aftan og ýtir. Staðið er á sikk-sakk stigbrettunum milli þess sem ýtt er og því kjörið fyrir pör, fjölskyldur og vini að upplifa nostalgíuna sem fylgir þessum sleðum.

Sleðarnir fást hér í tveimur stærðum. Á meðalstórum sleðum er handfangið í 80 cm hæð og á stórum er það í 90 cm hæð. Einnig er til barnasleðar sem hægt er að sérpanta. Á þeim er handfangið 67 cm hátt. Athugið að sérpöntun tekur að jafnaði um þrjár vikur.

3 eintök eftir

Leit