Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Muurikka eldstæði

Nú bjóðum við eldstæðin í svörtu járni á tilboð

Fátt er notalegra en að sitja við snarkið, ylinn og ilminn af opnum eldi. Hvort sem er í útilegu, sumarbústaði, við pottinn, úti í garði eða hvar annarsstaðar skapar eldurinn alltaf heillandi og róandi andrúmsloft. Á honum má elda og eftir matseldina má áfram ylja sér í góðum félagsskap.

Muurikka eldstæðin eru sterkbyggð, smíðuð í Finnlandi úr þykku, finnsku stáli. Þau eru gerð til að þola gífurlegan hita og með rétti meðferð munu þau endast kynslóð fram af kynslóð. Á þeim eru handföng svo auðvelt er að færa þau til og fætur þeirra má taka undan þeim til geymslu. Bæði má nota kol og timbur til brennslu.

Þau eru fáanleg í tveimur stærðum, 60 og 70 cm - bæði 31 cm á hæð, og tveimur litum, svörtum og corten stáli. Svörtu eldstæðin eru lökkuð með hitaþolnu lakki og má viðhalda útlit þeirra með því að lakka þau að nýju. Corten eldstæðin eru aftur á móti gerð úr sérstakri blöndu og byrja að ryðga eins og venjulegt stál, en mynda með tímanum patínuhúð sem ver þau gegn frekari tæringu. Ryðbrúnn litur þeirra dökknar þvi með tímanum, en þar ráða aðstæður nokkru um. Tíð veðrabrigði auka hraða breytinganna og eins brennisteinsríkt andrúmsloft. Almennt tekur ferlið þó um sex ár. Þessi tæring er mismunandi milli eldstæða og því lítur ekkert þeirra eins út. Eins geta svörtu eldstæðin tekið lit eftir því sem hitinn hefur áhrif á þau.

Þessi nýju og öflugu eldstæði ætlum við að nefna eftir landsvæðum þar nýir og öflugir eldar geysa. Stærri gerðina ætlum við að kalla Fagradal og minni gerðina Nátthaga.

Ýmsir aukahlutir eru í boði fyrir eldstæðið. Við mælum með steikarkransinum, sem breytir eldstæðinu í útiledhús. Þannig leggja Muurikka 58 cm pönnuna yfir miðjuna og skapa einfalda og flotta aðstöðu fyrir matseld utandyra.

Til að tryggja endingu eldstæðanna er ráðlegt að:

  • Skilja ösku ekki eftir í eldstæðinu, heldur sópa henni upp um leið og hún er köld
  • Breiða yfir það þegar það er ekki í notkun
  • Strjúka yfir með rökum klút eftir notkun
  • Bera reglulega á það matarolíu. Olían myndar verndarfilmu yfir stálinu og er best að bera á volgt stálið. Bíðið eftir að stálið hafi kólnað nægilega eftir notkun svo að þú brennir þig ekki.
  • Ekki gleyma að þrífa eldstæðið að utanverðu og fæturna.
  • Svörtu pönnuna skal forðað frá rigningu. Ryð hefur ekki áhrif á afköst hennar eða getu, en dregur úr líftíma hennar. Einstaka ryðbletti má fjarlægja með vírbursta og bera svo olíu yfir, eða lakka upp á nýtt.

1 vara eftir

Leit