Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Glóðin - Muurikka ferðaeldstæði

Það þarf ekki að vera fyrirferðamikið að elda úti. Glóðin er lítið og nett ferðaeldstæði frá Muurikka sem er svo auðvelt að kippa með í göngutúr eða útilegu, að það passar í vasa! Á það má einnig setja Muurikka útilegupönnurnar eða litlu katlana, en þrír til fjórir kolamolar duga vel til að ná upp góðum hita.

Glóðin samanstendur af flötum laser skornum plötum úr 0.8 mm ryðfríu stáli svo henni má auðveldlega pakka saman í nettan poka sem fylgir henni. Hún er fislétt en hún vegur aðeins 480 gr. Hvorki þarf verkfæri til að setja hana saman né taka í sundur.

Nafnið Glóðin var uppástunga frá Facebook vinum okkar, en við efndum til nafnaleiks til að finna skemmtilegt íslenskt nafn á þetta óhefðbundnu eldstó.

Hvort sem er í bakpokanum, kayaknum, í gönguskíðaferð, útilegu eða hverju sem er er þetta einstaklega skemmtileg græja og fyrirtakst gjöf.

2 eintök eftir

Leit