Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Útsala

Muurikka Tundra Grill® 80 - 25 ára Afmælisútgáfa

Muurikka Tundra Grill útieldstæðin eiga rætur sínar að rekja til Lapplands, þar sem ljúffengur matur, hlýr ylur og gott stál eru metin að verðleikum. Hugmyndin að baki Tundra Grill var að búa til vörulíu útieldstæða sem einnig mætti nota sem grill og skapa þannig skemmtilega stemningu. Undir matnum er tilvalið að kynda upp í eldstæðinu og skapa notalegt andrúmsloft úti við. Svo er þjóðráð að grilla nokkra sykurpúða í eftirrétt.

Eldstæðin bjóða upp á marga mismunandi möguleika í matseld, en í þau má nota grillgrindur, Muurikka pönnur, katla, grillteina og ýmislegt annað. Úrval aukahluta gerir matseldina fjölbreytta og skemmtilega.

Afmælisútgáfa Tundra Grill® 80 inniheldur:

 • 1 Reykhetta

 • 1 Regnhetta

 • 2 Hæðarstillanlegar hillur sem má snúa 

 • 1 Hlóðaketilskrókur 

 • 1 1 1⁄2 l hlóðaketill 

 • 1 Muurikka Panna 38 cm
 • 1 Pakki af Muurikka Uppkveikikubbum 

 • 1 Fiskiplatti 

 • 1 Pylsurammi 

 • 1 Öskubox 

 • 1 Skörungur/eldskara með króki 

 • 1 Grillgrind

Tundra Grill eru kjörin fyrir þau sem langar að hafa örugg og stílhrein eldstæði í umhverfi sínu, en vilja síður ráðast í miklar og kostnaðarsamar framvæmdir. Þau hafa verið framleidd í Finnlandi síðan 1993 og byggja á reynslu sem tryggir gæði og endingu. Í dag heyrir Tundra Grill vörumerkið undir Muurikka.

Í Muurikka Tundra Grill línunni má einnig finna Notski eldstæði og Horna eldstæði. Þetta fjölbreytta úrval býður mismunandi vörur fyrir mismunandi aðstæður og ganga felstir aukahlutir vörulínunnar í allar útgáfur.

Einnig bjóðum við upp á Muurikka Feeling og Muurikka Picknik eldstæðin og útiarna.

1 vara eftir

Leit