Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 50.000 kr

Útsala

Muurikka Notski Eldstæði

Notski eldstæðið er minnsta eldstæðið í Muurikka Tundra Grill vörulínunni. Það er létt og meðfærilegt og má því auðveldlega flytja þangað sem gleðin er. Því fylgir einnig hilla, sem má hækka og lækka, undir mismunandi Muurikka pönnur. Þá er hægðarleikur að taka Notski í sundur og til geymslu á meðan verstu lægðirnar ganga yfir.

Muurikka Tundra Grill útieldstæðin eiga rætur sínar að rekja til Lapplands, þar sem ljúffengur matur, hlýr ylur og gott stál eru metin að verðleikum. Hugmyndin að baki Tundra Grill var að búa til vörulíu útieldstæða sem einnig mætti nota sem grill og skapa þannig skemmtilega stemningu. Undir matnum er tilvalið að kynda upp í eldstæðinu og skapa notalegt andrúmsloft úti við. Svo er þjóðráð að grilla nokkra sykurpúða í eftirrétt.

Eldstæðin bjóða upp á marga mismunandi möguleika í matseld, en í þau má nota grillgrindur, Muurikka pönnur, katla, grillteina og ýmislegt annað. Úrval aukahluta gerir matseldina fjölbreytta og skemmtilega.

Tundra Grill eru kjörin fyrir þau sem langar að hafa örugg og stílhrein eldstæði í umhverfi sínu, en vilja síður ráðast í miklar og kostnaðarsamar framvæmdir. Þau hafa verið framleidd í Finnlandi síðan 1993 og byggja á reynslu sem tryggir gæði og endingu. Í dag eru Tundra Grill vörur markaðssettar undir merkjum Muurikka.

Í Muurikka Tundra Grill línunni má einnig finna Horna eldstæði og Muurikka Tundra Grill. Þetta fjölbreytta úrval býður mismunandi vörur fyrir mismunandi aðstæður og ganga felstir aukahlutir vörulínunnar í allar útgáfur.

Einnig bjóðum við upp á Muurikka Feeling og Muurikka Picknik eldstæðin og útiarna.

Innifalið með Tundra Grill Notski er

  • 1 Hæðarstillanleg hilla
  • 1 Öskubox
  • 1 Skörungur/eldskara
  • 1 reversible grate

Eldstæðið er 60 cm í þvermál og hæð þess má stilla frá 53 upp í 63 cm. Hillan er 25 cm í þvermál.

1 vara eftir

Leit