Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Útsala

Muurikka PRO karbon stál 30 steikarpanna

Allra nýjasta varan í versluninni er einnig splunkuný vara frá Muurikka!

Með Muurikka PRO karbon stál steikarpönnunni er Muurikka ekki eingöngu til útieldunar, heldur nú kyrfilega komin beint inn í eldhús líka! Pönnuna má nota á gas,og inn í ofn,  Ath pannan hentar ekki á helluborð eða spanhellur

Hún er ekki með viðloðunarfrírri húð, svo hún þolir gífurlegan hita. Hennar í stað mælum við með að fólk brenni fitulag inn í pönnuna fyrir fyrstu notkun - ýmist með svínafeiti eða hertri jurtaolíu. Feitin myndar húð sem hefur náttúrulega viðloðunarfría eiginleika sem batna með aukinni notkun, auk þess sem bragðkarakter pönnunar þróast.

Pönnur án viðloðunarfrírrar húðar hafa mun lengri endingartíma en þær sem eru með hana, því það er húðin sem endist styst. Með góðri umhirðu mun pannan líklega endast ævilangt - og jafnvel lengur! Pönnunni fylgir sílkonhulsa fyrir skaftið, sem er tekið af áður en hún fer í ofn, en sett aftur á og veitir vörn gegn heitu handfanginu. Mikilvægt er að hulsan sjálf fari ekki í ofninn!

Nota má eldhúsáhöld úr tré, plasti, málmum og hvaða efnum sem er á pönnurnar, án þess að eiga það á hættu að skemma húðina sem myndast. Þá er botn hennar þannig gerður að hún verpist ekki við mikinn hita, sem er auk þess jafnt dreift um pönnuna. Botninn er ennfremur þannig hannaður að olía og önnur feiti dreifist jafnt um pönnuna.

Þvermál pönnunnar er 24,5 cm í botninn og 30 cm við efri brún.
Lesið leiðbeiningar vandlega fyrir notkun

1 vara eftir

Leit