Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Muurikka Stórveislupönnur

Stórveislupönnurnar frá Muurikka eru sennilega stærstu pönnur á Íslandi og henta frábærlega í 100-400 gesta veislur. Þær koma í tveimur stærðum, 100 og 120 cm í þvermál og standa á eigin fótum en D600 brennarinn hengir neðan í þeim.

Pönnunum fylgja tvö hliðarborð sem eru hengd á handföngin á pönnunum og Muurikka 100 pönnunum fylgir einnig yfirbreiðsla.

Með þeim bjóðast margir möguleikar í hverskyns veislum og nú þegar hafa fjölmargar veisluþjónustur tekið Muurikka 100 í sína þjónustu. Muurikka 120 er ný á markaðnum og stendur algjörlega fyrir sínu.

Stórveislupönnurnar hafa verið vinsælar í veislum utandyra þar sem ekki er eldunaraðstaða, s.s. í jöklaferðum og gera fólki þannig kleift að fagna og eiga saman góðar stundir við veisluhöld hvar sem er.

1 vara eftir

Leit