Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Muurikka Pönnufeiti

Upprunalegu Muurikka pönnurnar eru gerðar úr heitvölsuðu stáli og engu öðru. Á þeim er engin teflon eða keramik húð, sem er hluti af því afhverju þær eru einstakar.

Fyrir fyrstu notkun þarf því að veita pönnunum meðferð. Einskonar vígsluathöfn. Hita þarf pönnuna þar til fer að rjúka úr henni og þá er hún smurð með feiti. Feitin brennur inn í stálið og myndar náttúrulegt verndarlag. Best er að nota svínafitu eða hertra jurtafitu og af reynslu mælum við heldur með svínafitu, þó það henti auðvitað ekki öllum.

Muurikka Pönnufeitin er svínafita, en einnig er tilvalið að gera svínakjöt að fyrstu máltíð á Muurikka pönnu, og brenna fituna af kjötinu inn í pönnuna. Nánari upplýsingar um fyrstu notkun og umhirðu Muurikka panna má lesa á í Leiðbeiningum um meðferð.

5 eintök eftir

Leit