Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Útsala

Muurikka útilegupönnur

Útilegupönnurnar frá Muurikka eru einar nettustu pönnur sem finnast og því hinn fullkomni ferðafélagi í hverskyns bakpokaferðalög og göngur. Þær koma í tveimur útfærslum 24 eða 26 cm í þvermál, og með handfangi sem má brjóta yfir svo þær taka sáralítið pláss í bakpokanum. Auk þess koma þær í sinni eigin pyngju sem má hengja utan á hann og nýta þannig takmarkað farangursplássið til fulls. Þær má nota beint á opinn eld, kol og gas.

Þessi klassíska er 24 cm í þvermál og er úr heitvölsuðu járni. Hún leynir á sér og hefur verið sérlega vinsæl meðal kayak ræðarara og í ýmiskonar jeppaferðum.

Muuirkka Karbon stálpannan er ný útgafa og er byggð á Opa Heavy Metal línunni. Hún er 26 cm í þvermál en með hærri brúnum, svo hún tekur aðeins meira pláss, en býður upp á aðra möguleika, eins og að laga súpur, grænmetisrétti eða pottrétti.

Báðar þessar pönnur þarf að brenna fitu inn í fyrir fyrstu notkun. Einnig þarf að gæta þess að þurrka þær strax að loknum þvotti, svo ekki komi ryðtaumar í stálið.

2 eintök eftir

Leit