Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í vörum á tilboði.

Opa Arki Blini Panna

Blini (stundum skrifað bliny, et. blin, fullt nafn blintchick) eru rússneskar og úkarínskar pönnukökur, jafnan gerðar úr hveiti eða (sjaldnar) bókhveiti, bornar fram með smetana (nk. sýður rjómi), tvorog (nk. kotasæla), smjöri, kavíar og öðru meðlæti. Blini eru einhverjir vinsælustu réttir Rússa.

Á Vesturlöndum tíðkast að bera blini fram sem milliþykka, munnbitastóra smárétti í móttökum og hanastélsveislum, 3-4 cm í þvermál. Í Rússlandi og Úkraínu nútímans á heitið við þunnar pönnukökur á stærð við pönnuna sjálfa, þó í sögulegu samhengi hafi smærri útgáfan verið algengari.

Opa Arki Blini Pannan er úr steypujárni með gljáandi emeleringu að utan og svartri mattri að innan. Mött emelering verndar innra yfirborðið gegn ryði og bætir eldunareiginleika. Þar sem pannan er úr gegnheilu járni má hún einnig fara á eldstæði og inn í ofn, en hentar hún öllum gerðum ofna og eldavéla.

Pannan er 14 cm í þvermál og því lítil og nett. Á henni má einnig bræða osta og bera fram með kexi, sultum, döðlum o.fl.

Við mælum með plast- eða tréverkfærum við notkun Opa Arki. Pottarnir og pönnurnar í Arki seríunni  bjóða upp á marga möguleika, henta vel til steikingar og brúnunar, einkum í miklum hita. Samsetning steypujárns og emeleringarinnar er endingargóð sem efni. Gætið þess að draga ekki pott eða pönnu úr pottjárni eftir helluborði, því  botninn á þungum potti/pönnu getur rispað eldavélina eða helluborðið. Þvoið Opa Arki í höndum til að tryggja gæði og góða endingu.

Pottjárnspönnurnar frá Opa fást einnig í 28 cm stærð.

Leit