Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 50.000 kr

Opa Arki Létt Pottjárnspanna

Opa Arki Létt Pottjárnspannan sameinar eiginleika hefðbundinar pönnu og kosti pottjárnspönnu. Sökum þyngdar sinnar er hún meðfærileg eins og hefðbundin panna en úr því að hún er úr pottjárni þolir hún mikinn hita í langan tíma og endist langt umfram það sem pönnur með viðloðunarfrírri húð endast.

Flestar pottjárnspönnur án viðloðunarfrírrar húðar þarfnast meðhöndlunar fyrir fyrstu notkun. Meðhöndlunin felst í því að sjóðhita þær tómar og smyrja svo með fitu, s.s. svínafitu eða hertri jurtafitu. Af reynslu mælum við með svínafitunni. Fitan brennur inn í járnið og myndar svart eða svarbrúnt lag, svipað og gerist á pönnukökupönnum við fyrstu notkun. Gott er að fara nokkrar umferðir í fyrstu, en þetta náttúrulega viðloðunarfría lag verður hluti af karakter pönnunar. Húðinni er svo viðhaldið með því að elda á pönnunni þegar olía, fita og krydd bætast í lagið með hverjum réttinum á fætur öðrum og þannig batnar hún aðeins með aukinni notkun. Á ensku er talað um "seasoned" pönnur, en seasoned þýðir bæði „kryddað“ og „með reynslu“ - hvort sem það er tilviljun eða ekki.

Pönnuna má nota á allar tegundir eldavéla - einnig span - og í ofn. Á pottjárnspönnur má nota allar tegundir áhalda, úr plasti, málm og tré. Til að tryggja endingu pönnunar er þó mikilvægt að þvo pönnuna í aðeins í heitu vatni með svampi eða bursta, ekki með sápu, ekki með grófum uppþvottaskrúbb (s.s. stáli) og alls ekki í uppþvottavél. Pönnuna skal svo þurrka með eldhúspappír og smyrja með þunnu lagi af matarolíu, til geymslu.

Pannan er 28 cm í þvermál.


Innbrennsla í ofni:

Pönnuna skal hreinsa með heitu vatni, helst sjóðandi. Svo skal hita pönnuna um stund í ofni og bætið síðan þunnu lagi af svínafeiti eða matarolíu á yfirborð pönnunar. Ef nota á svínafeiti skal hita pönnuna í 250° C heitum ofni í hálftíma. Ef nota á matarolíu til að brenna inn í pönnuna skal hita hana í 150° C heitum ofni í 1-2 klukkustundir. Að innbrennslu lokinni er umfram feiti/olía þurrkuð úr.

1 vara eftir

Leit