Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Opa Arki Pottjárnspönnur 24 cm

Opa Arki Pottjárnspönnur eru úr steypujárni, með gljáandi húð (emeleringu) að utan og svartri mattri að innan. Mött emelering verndar innra byrðið gegn ryði og bætir eldunareiginleika. Þar sem pannan er úr gegnheilu járni má hún einnig fara inn í ofn og hentar hún öllum gerðum ofna og eldavéla.

Pottarnir og pönnurnar í Arki vörulínunni henta vel til steikingar og brúnunar á hvers kyns mat - og þola mikinn hita. Samsetning steypujárns og emeleringarinnar er tryggir langa endingu pönnunnar, en gætið þess að draga ekki pott eða pönnu úr pottjárni eftir helluborði, því járnið er þungt og botninn undir þeim getur rispað eldavélina eða helluborðið. Þvoið Opa Arki í höndum til að tryggja gæði og góða endingu.

Einnig fæst Opa Arki Blini panna úr pottjárni, sem er 14,5 cm í þvermál og er tilvalin í að gera blini, gratinera kartöflur og grænmeti, eða bræða ost til að bera fram með kexi og sultu.

3 eintök eftir

Leit