Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Opa Arki pottjárnspottar

Opa Arki pottjárnspottarnir eru sannkallaðir þungavigtarpottar og hafa fengið frábærar móttökur. Þeir koma í tveimur stærðum, 2,5 og 3,8 lítra - og tveimur litum, svörtum og rauðum.

Pottarnir eru úr gegnheilu steypujárni og húðaðir (emeleraðir) að utan og innan, sem tryggir endingu þeirra og gæði. Ytra byrðið er með gljáandi emeleringu, í öðrum hvorum litnum, en innra byrðið er svart og matt. Matta emeleringin verndar innra byrðið gegn ryði og bætir eldunareiginleika. Þar sem pottarnir er úr gegnheilu járni mega þeir einnig fara inn í ofn og henta öllum gerðum ofna og eldavéla

Pottarnir mega fara á hverskyns hellur og í ofn. Þannig er 2,5 l potturinn t.d. geysivinsæll í brauðbakstur, hvort sem er ger- eða súrdeigs.

Þar sem þeir eru húðaðir að innan þarf ekki að meðhöndla þá sérstaklega fyrir notkun.

Leit