Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr
$49.00
Muurikka pönnur eru eins finnskar og sauna, Kalevala og Sibelius. Í 50 ár hafa þær fært fólk saman til að njóta - til þess að elda.
4.830 kr. 6.900 kr. Þú sparar: 30% ( 2.070 kr. )
Gæði pottjárnspönnu og viðloðunarfrírrar álpönnu sameinast í Opa Kenno Pottjárnspönnum, í því að hún er 50% léttari en hefðbundnar steypujárnspönnur og húðuð með viðloðunarfrírri Xylan húð. Því þarfnast hún ekki meðhöndlunar fyrir notkun eins og margar aðrar pottjárnspönnur. Að auki er Opa Kenno með sk. sérhannaðri hunangsköku uppbyggingu (e. honeycomb hi-low) á steikarfleti, svo viðloðunarfríir eiginleikar hennar eru í hámarki. Þá er botn pönnunar þykkur, þrátt fyrir litla þyngd hennar, og miðlar því og geymir hita vel.
Opa Kenno pottjárnspannan situr mitt á milli Opa Kenno Steel og Opa Arki Pottjánspönnunar. Opa Kenno Steel lítur eins út en er úr stáli, er án viðloðunarfrírrar húðar en hefur sömu hungangskökuuppbyggingu á steikarfleti. Opa Arki Pottjárnspannan er einnig létt pottjárnspanna án viðloðunarfrírrar húðar, en þarfnast meðhöndlunar fyrir fyrstu notkun, þ.e. að fitulag sé brennt inn í hana.
Opa Kenno 30 cm pannan er með glerloki, 3 l panna og má fara í ofn
Opa Kenno má nota á allar tegundir eldavéla - einnig span. Þá má hún einnig fara í ofn, sökum þess að handfang hennar er úr stáli. Til að tryggja endingu pönnunar er eindregið mælt með notkun plast- og/eða tréáhalda við matreiðslu, til að vernda húð pönnunar. Einnig er mikilvægt að þvo pönnuna í höndum, ekki uppþvottavél og gætið þess vandlega að ofhita ekki tóma pönnu.
Á þessari vefsíðu eru notaðar vafrakökur (e. cookies) til þess að tryggja sem besta mögulega upplifun notenda. Lesa persónuverndar stefnu
Finnst þér gaman að elda ljúffengan mat? Langar þig að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu? Ert þú útivistarmanneskja? Viltu gefa gjafir sem endast?
Skráðu þig í vildarklúbbinn og fáðu gjafahugmyndir, ljúffengar mataruppskriftir og tilboð beint í pósthólfið þitt.
Við sendum sjaldan, en við látum það skipta máli.