Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Útsala

Opa Kenno Steel Panna

Opa Kenno Steel er stílhrein, endingargóð og viðhaldsfrí steikarpanna. Sérhannaður þriggja laga botn leiðir hita hratt og vel um pönnuna. Handfangið er vinnuvistfræðilega hannað (e. ergonomic) og leiðir ekki hita úr pönnunni svo það má snerta með berum höndum. Athugið þó að þegar eldað er á gasi getur hitinn frá gaslogunum hitað handfangið, eftir því hvernig hann berst.

Pannan er ekki með viðloðunarfría húð og er líftími hennar því töluvert lengri en húðaðra panna. Í stað hennar er Opa Kenno Steel með sk. sérhannaðri hunangsköku uppbyggingu (e. honeycomb hi-low) á steikarfleti, til þess að maturinn festist síður á pönnunni. Pannan er fullkomin til að brúna með, í smjöri eða olíu og gefur matnum sem á að steikja dýrindis bragð og góða steikaráferð.

Opa Kenno Steel hentar á allar tegundir af eldavélum - einnig span - og má auk þess fara í ofn. Þar sem pannan er eingöngu úr ryðfríu stáli má þvo pönnuna í uppþvottavél, þó við mælum alltaf með uppþvotti í höndum.

Sökum þess að pannan er eingöngu úr stáli þolir hún mjög háan hita. Gætið þess þó að fylgjast vel með hitastigi við notkun hennar, til að forðast að matur brenni og festist við, þar sem matseld á henni þarfnast ekki eins mikils hita og aðrar pönnur.

Fyrir viðkvæmustu innihaldsefnin, svo sem kjúkling eða rauðan fisk, skaltu lækka steikingarhitann verulega og bæta mikilli fitu eða olíu á pönnuna við steikingu. Prótein geta fest sig við stál, jafnvel við lágan hita, og það getur verið krefjandi í fyrstu að ná tökum á pönnunni. Forðist því að snúa mat að óþörfu í upphafi steikingar. Lofið hráefninu að steikjast í friði áður - góðum steikingarfleti að myndast - og snúið svo. Þetta dregur verulega úr viðloðun innihaldsefna við pönnuna.

Þvoið nýja pönnu alltaf fyrir notkun. Best er einnig að þrífa pönnuna strax eftir notkun, en mat sem er fastur á yfirborði pönnunnar er auðvelt að þrífa með sjóðandi vatni. Þurrkið pönnuna svo strax eftir þvott.

1 vara eftir

Leit