Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 50.000 kr

Opa Mari Easy Þrýstisuðupottur

Þrýstisuða (e. pressure cooking) er stórsniðug viðbót í matseldina sem sparar tíma, orku og uppvask. Með Opa Mari Easy þrýstisuðupottinum getur þú innleitt þessa tækni í þína matreiðslu.

Við þrýstisuðu er pottlokið fest á pottinn þannig að þrýstingur byggist upp inni í honum eftir því sem hitastig hækkar. Það veldur því að auðvelt verður að ná hita vel umfram 100° C og því eldast maturinn allt að 70% hraðar, sem þýðir að bragð og næringarefni úr honum tapast síður út í vatnið.

Meðal rétta sem má elda í þrýstisuðu eru m.a. risotto, kjúklingur, hrísgrjón, rif, nachos, carnitas (tacos) og fleira. Margar uppskriftir eru „eins-potts-uppskriftir“ sem auðvelda matseldina og uppvaskið enn frekar.

Opa Mari Easy þrýstisuðupotturinn er öruggur og auðveldur í notkun. Á honum er búnaður svo óþarfi að jafna þrýstinginn áður en lokið er tekið af honum. Því má opna hann til að smakka matinn til, krydda eða bæta við hráefnum hvenær sem er. Skjótur og hollur matur alla daga.

1 vara eftir

Leit