Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Opa Mari Gufusuðupottur & Vatnsbaðsskál

Opa Mari Gufusuðupottur og Vatnsbaðsskál er einn pottur í þremur einingum. Neðst situr potturinn sjálfur en með honum fylgja tvær einingar - gufusuðusigti og vatnsbaðsskál.

Sigtið gerir það handhægt að gufusjóða grænmeti, en með gufusuðu er haldið í meira bragð bragð og meira af næringarefnunum í hollu grænmetinu en með því að sjóða það í vatni.  Með gufusuðu sparast auk þess orka þar sem hún krefst minna vatns og lægri hita.

Til að nota vatnsbaðsskálina er fyrst sett vatn í pottinn og skálin svo ofan í. Hún er því tilvailin til að bræða súkkulaði, mjólkursjóða grjónagraut eða laga uppstúf án þess að brenni við. Einnig hentar hún vel til að halda halda ýmiskonar sósum og mat heitum.  Svo er potturinn sjálfur af þægilegri stærð og verður vafalaust einn mest notaði potturinn í eldhúsinu fyrr en varir.

Potturinn er aðeins fáanlegur í þriggja lítra útgáfu.

Sláðu inn netfangið þitt og við höfum samband um leið og varan er fáanleg aftur:

Leit