Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Útsala

Opa Mari Netkarfa

Opa Mari netkarfan hentar í 10 og 15 lítra potta. Hún er tilvalin til suðu á hverju sem svo má veiða upp úr pottinum, s.s. skelfisk, rækjum í skel, krækling og jafnvel þorláksmessuskötunni. Svo er stórsniðugt að sjóða hverskyns pasta í körfunni, og veiða það svo uppúr, í stað þess að sigta það eftir suðu.

Þá er karfan sérstaklega góð til forsuðu á grænmeti, eða svokallaðri blanseringu - en karfan heitir einmitt á ensku blanching basket. Orðið er komið til ensku úr frönsku, en rekur rætur sínar þar á undan til germanskra mála. Franska orðið blanche er lýsingarorð myndað af nafnorðinu blanc, sem þýðir hvítur. Blanche þýðir því „hvítta“ og er t.d. notað um „skrældar möndlur“ (e. blanched almonds) og mætti jafnvel kalla netakörfuna hvíttunarkörfu.

En til hvers að hvítta/blansera grænmeti? Ýmislegt í umhverinu eru hvatar að rotnun matvæla, s.s. ensím, súrefni, örverur og fleriar. Í grænmeti eru ensím og jafnvel þó það sé fryst halda ensímin áfram að vinna. Þess vegna skemmist ferskt grænmeti oft þó það sé kyrfilega pakkað inn og í djúpfrosti. Með því að forsjóða grænmeti fyrir frystingu, má eyða virkni ensímanna og lengja tímann sem grænmetið geymist í frysti. Þetta er því tilvalið fyrir þau sem rækta sitt eigið grænmeti og annað hvort komast ekki í gegnum það áður en það skemmist, eða vilja geyma eitthvað frá uppskeru.

Á vef matvælastofnunnar segir:

Með því að hita matvæli fyrir frystingu getum við eytt virkni ensíma og þannig geymast matvælin betur í frysti. Þessi aðferð kallast hvataeyðing (blanching) en hún er mjög oft notuð fyrir grænmeti áður en það er fryst en einnig ávexti. Þá eru matvælin sett í heitt vatn (88°C-100°C) í 1-10 mín, mismunandi eftir matvælum, eða í 100°C heita gufu í 1/2 – 1 mín (eða skemur). Aðferðin hefur áhrif á áferð og útlit en kemur minna að sök hjá grænmeti sem er soðið fyrir notkun. 

Eftir forsuðuna er gott að setja grænmetið í ísbað jafn lengi og og það var soðið, en gætið að því að setja það ekki blautt saman í poka í frystinn. Þá frýs það allt saman og verður að einni klessu. Því er gott að láta grænmetið þorna og enn betra er að lausfrysta það á smjörpappír eða í klakamótum (til að halda því aðskildu) áður.

Athugið að þar sem grænmeti tapar bragði við suðu og frystingu er best að gera þetta við ferskt og bragðmikið grænmeti.

Gaman er að geta þess að tómatar eru eina grænmetið sem ekki þarf að blansera fyrir frystingu.

2 eintök eftir

Leit