Enginn sendingarkostnaður af pöntunum yfir 5000 kr

Opa Saftpottur

Opa saftpotturinn er langsnyrtilegasta og áhrifaríkasta leiðin til að safta. Hann fullnýtir hráefnið, er einfaldur í notkun og hefur fengið frábær meðmæli.

Hráefnið er sett í sigti sem situr efst í pottinum. Þar undir kemur trekt sem safnar saftinni og þar undir er pottur sem í er sett vatn. Potturinn er settur á hellu og eftir því sem gufan af vatninu stígur upp, lekur saftin úr hráefninu niður í trektina og þaðan út um leiðslu svo safna má saftinni í ílát.

Athugið að með Opa Saftpottinum er minni þörf á að hreinsa berin, því hratið og lyngið sitja hvort eð er eftir í sigtinu.

Saftpotturinn hentar vel í bláber, rifsber, sólber, jarðaber, rabarbara og krækiber - en gott er að frysta krækiberin fyrir söftun ef þau hafa ekki ná fullum þroska. Það má setja frosin ber og ávexti í pottinn og safta þannig allan ársins hring. Eins getur verið sniðugt að saxa rabarbarann í smátt og þá er vinsælt að safta t.d. epli og rabarbara saman.

Þá er líka hægt að safta tómata og annað grænmeti. Í uppskriftabæklingi sem fylgir honum má finna tímatöflur fyrir mismunandi hráefni og hugmyndir að ýmiskonar söftum.

Sláðu inn netfangið þitt og við höfum samband um leið og varan er fáanleg aftur:

Leit