Finnka fyrirtækið Muurikka hefur síðan 1970 sérhæft sig í útieldun. Rétt eins og sauna, er Muurikka panna á nánast hverju finnsku heimili en Finnar tala ekki um útipönnur - bara Muurikkur.
Opa var stofnað 1926 er elsti Norræna framleiðandi potta og panna - og var fyrst Norrænna fyrirtækja til að framleiða potta, katla og panna úr ryðfríu stáli.
Frá 1985 hefur norska fyrirtækið Espegard framleitt gæðavöru til að auðga útivist, hvort sem er útieldun eða sleðaferðir!
Muurikka Paella Pönnur
5.900 kr.
Paella er með best þekktu réttum spænskrar matarmenningar. Þessi ljúffengi hrísgrjónaréttur, sem á uppruna sinn á sjálfsstjórnarsvæðinu Valencia á austurströnd Spánar, er til í ótal útfærslum. Hann dregur nafn sitt af pönnunni, en paella þýðir steikarpanna á valensísku.
Muurikka býður uppá paella pönnur í nokkrum stærðum, frá 40 til 70 cm úr ryðfríu stáli, og svo 45 cm úr pottjárni eða Karbon stáli. Við mælum með 40-50 cm pönnu á D350 Muurikka brennarann, 50-60 cm á D400 og 60-70 cm á D500.
Karbon stál og pottjárns pönnurnar passa bæði á D350 og D400 brennarana.
Rétturinn er borinn fram á pönnunni, sem er lögð á matarborðið, og ýmist skóflað á disk með trésleif eða tveimur skeiðum.
Spurningin er hinsvegar: Hvernig er orðið borið fram? Á spænsku er tvöfallt L borið fram eins og stafurinn J í íslensku (eða Y á ensku). Þannig segir heimafólk pa-ey-ja eða jafnvel pæja, með dramatískri áherslu á stafinn J!
Kartöflu og blaðlauks mauksúpa
Kartöflu og blaðlauks mauksúpa með baconi er heimsfræg súpa. Er mjög algeng á veitingastöðum í Englandi enda er þetta bragðmikil og saðsöm súpa full af kolvetnum.

Skráðu þig í vildarklúbbinn
Finnst þér gaman að elda ljúffengan mat? Langar þig að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu? Ert þú útivistarmanneskja? Viltu gefa gjafir sem endast?
Skráðu þig í vildarklúbbinn og fáðu gjafahugmyndir, ljúffengar mataruppskriftir og tilboð beint í pósthólfið þitt.
Við sendum sjaldan, en við látum það skipta máli.